Pítsuborgarar sagðir nýjasta æðið

mbl.is/

Við seljum þetta ekki dýrar en við keyptum það en að sögn þeirra sem hafa prófað er þetta frekar ljúffengt og snjallt sem ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart þar sem pítsur og hamborgarar eru matur sem flestir eru afar hrifnir af. 

Flókið er það svo sem ekki en hér er notuð pítsusósa á hamborgarabrauðin, og ofan á borgarann sjálfan er settur ostur og pepperóní (eða það álegg sem þú elskar heitast).

Hin útgáfan er að setja pítsusósu á brauðið, svo áleggið og ostinn, grilla í ofni eða á grillinu uns bráðnað og setja þá hamborgarann ofan á. 

Þessi bræðingur virkar best ef hamborgarinn er ekki of þykkur. Með þeim hætti nærðu hinni fullkomnu samsetningu sem fær þig til að hugsa er þetta „hamborgari eða er þetta pítsa?"

mbl.is/
mbl.is