Amerískar pönnukökur með ricotta og bláberjum

Við sláum aldrei hendinni á móti pönnukökum sem þessum.
Við sláum aldrei hendinni á móti pönnukökum sem þessum. mbl.is/Madiblokken.bloggspot.com

Gætum við fengið að byrja alla morgna á svona morgunverði? Það jafnast ekkert á við nýbakaðar ilmandi pönnukökur sem enginn á heimilinu mun kvarta yfir. Hér erum við með amerískar pönnukökur, fylltar með ricotta og bláberjum. Við segjum já takk og réttið okkur nú bara sírópið!

Amerískar pönnukökur með ricotta og bláberjum

 • 3 egg
 • 250 g ricotta ostur
 • 2½ dl mjólk
 • 1 tsk. vanillusykur
 • 1 tsk. lyftiduft
 • Salt á hnífsoddi
 • 1 msk. sykur
 • 2½ dl hveiti
 • Bláber eftir smekk

Aðferð:

 1. Skiptið eggjarauðum og hvítum hvorum í sína skálina og hrærið rauðurnar saman við ricotta og mjólk.
 2. Blandið hveiti, vanillusykri, sykri, lyftidufti og salti saman og sigtið blönduna út í eggjarauðublönduna.
 3. Pískið hvíturnar stífar og bætið varlega út í deigið ásamt bláberjum.
 4. Hitið pönnu með olíu eða smjöri og hellið 1 dl af deigi út á pönnuna og bakið litlar pönnukökur. Uppskriftin gefur um 10-12 pönnukökur.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is