Ostabakkinn fyrir Eurovision-partýið

Það ætla allir í partý á morgun og öll ætlum við að bjóða upp á veitingar. Við hefjum þessa Eurovision-umfjöllun okkar á geggjuðum ostabakka úr smiðju Evu Laufeyjar og Gott í matinn.

Ostabakki með bökuðum Camembert

Ostabakki

  • 1 stk. Dala camembert
  • 1 stk. Gullostur
  • 1 stk. Ljótur
  • 1 stk. Dala Kastali, hvítur
  • 1 stk. Primadonna
  • Pekanhnetur eftir smekk
  • Hunang eftir smekk
  • Fersk ber, t.d. hindber og bláber

Meðlæti
Ávextir, kex, sulta og álegg að eigin vali

Aðferð:
  1. Takið ostinn úr kassanum og opnið filmuna, stráið söxuðum pekanhnetum yfir ostinn og bakið í ofni í 10 mínútur við 180 gráður.
  2. Takið ostinn út úr ofninum og hellið hunangi yfir hneturnar og skreytið með ferskum berjum eftir smekk, t.d. hindberjum og bláberjum.
  3. Raðið ostunum á ostabakka

Höfundur: Eva Laufey Hermannsdóttir

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

- - -

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert