Ídýfurnar sem klikka aldrei

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér koma tvær hugmyndir af fljótlegum og góðum ídýfum, önnur er grænmetisdýfa og hin mexicodýfa.

Það þarf svo sannarlega ekki alltaf að vera flókið og þessar tvær voru algjört dúndur. Báðar afar einfaldar og bragðgóðar. Ef ykkur vantar snarl fyrir næsta partý, afmæli, saumaklúbb eða hvað annað þá eru þessar fullkomnar.

Það er engin önnur en Beglind Hreiðars á Gotterí.is sem á heiðurinn að þessari snilld sem ætti engan að svíkja.

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Mexicodýfa

  • 4 msk. Mexico tómatsúpa frá TORO
  • 1 dós 18% sýrður rjómi (180 g)
  • 2 tsk. lime safi
  • 1 msk. saxað kóríander

Blandið öllu saman í skál og pískið saman, berið fram með nacos flögum.

Hægt er að hræra í dýfuna með smá fyrirvara og geyma hana í vel lokuðu íláti í ísskáp, hræra síðan aðeins upp í henni áður en hún er sett í skál.

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Grænmetisdýfa uppskrift

  • ½ poki blómkáls- og brokkolisúpa frá TORO
  • 1 dós grísk jógúrt (350 g)
  • 3 msk. agave sýróp
  • 3 msk. léttmjól

Blandið öllu saman í skál og pískið saman, berið fram með fersku grænmeti, döðlum og valhnetum.

Hægt er að hræra í dýfuna með smá fyrirvara og geyma hana í vel lokuðu íláti í ísskáp, hræra síðan aðeins upp í henni áður en hún er sett í skál.

mbl.is