Morgunverður fyrir upptekna

Drykkir sem þessi eru frábær byrjun á deginum.
Drykkir sem þessi eru frábær byrjun á deginum. mbl.is/Damndelicious.net

Ef við eigum að raða einhverju ofan í okkur þá eru það góðir og næringarríkir þeytingar. Þessi er fullur af góðum berjum og ávöxtum ásamt höfrum til fyllingar – fullkominn fyrir berjaunnendur. Hinn fullkomni on-the-go-morgunverður er hér.

Hinn fullkomni on-the-go-morgunverður

  • ½ bolli jarðarber skorin í sneiðar
  • ½ bolli hindber
  • ½ bolli bláber
  • 1 banani
  • 1 bolli grísk jógúrt
  • 2 msk. haframjöl
  • 1-2 msk. agave-síróp

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin í blandara ásamt 1 bolla af ísmolum og blandið saman þar til blandan verður mjúk.
  2. Berið strax fram og skreytið jafnvel með berjum á spjóti.
Damndelicious.net
mbl.is