Nýjar Djúpur væntanlegar í verslanir

Það er ekki á hverjum degi sem nýjar Djúpur líta dagsins ljós en á fyrstu mánuðum þessa árs hafa tvær nýjar tegundir af Djúpum komið á markað. Í byrjun árs voru það Súkkulaði Djúpur en núna eru það Piparfylltar Djúpur. Eftir langt og strangt vöruþróunarferli urðu piparfylltar Djúpur loksins að veruleika og við getum með stolti sagt að það sé svona sem piparfylling eigi að vera.

Piparfylltar Djúpur innihalda ekta íslenskan Freyju lakkrís sem fylltur hefur verið með einstakri piparfyllingu. Freyju piparfyllingin var sérstaklega þróuð hjá Freyju til þess að ná nákvæmlega fram því bragði sem sóst var eftir, segir meðal annars í fréttatilkynningu en þær fregnir berast jafnframt úr herbúðum Freyju að mikil ánægja sé með nýju Djúpurnar sem ættu að lenda í verslunum á næstu dögum. 

mbl.is