Ertu sannur dippari?

Ostaídýfa mun aldrei klikka í góðum félagsskap.
Ostaídýfa mun aldrei klikka í góðum félagsskap. mbl.is/Becky Hardin - The Cookie Rookie

Ef það er eitthvað sem við fáum aldrei leið á, þá er það ostur. En ostur er einmitt undirstaðan í þessari frábæru ostaídýfu sem er svo einföld og verður þitt uppáhald áður en þú veist af. Allir sannir „dipparar“ þurfa að kunna að gera eina svona ostaídýfu sem fullkomnar kvöldið með nachos-flögum og góðri ræmu.

Ertu sannur dippari?

  • 230 g cheddar ostur
  • 115 g Pepper Jack ostur
  • 1½ msk. maíssterkja
  • 340 g niðursoðin mjólk (e. condensed milk)
  • 2 tsk. hot sósa

Aðferð:

  1. Hitið pönnu á lágum hita og setjið ost og maíssterkju út á pönnuna.
  2. Bætið við niðursoðinni mjólk og hot sósu og hrærið í þar til osturinn er bráðnaður. Haldið áfram að hræra í 5 mínútur þar til osturinn byrjar að búbbla og þykkna.
  3. Ef osturinn hefur þykknað of mikið, þá má bæta við niðursoðinni mjólk.
  4. Berið strax fram með nachos-flögum.
mbl.is/Becky Hardin - The Cookie Rookie
mbl.is/Becky Hardin - The Cookie Rookie
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert