Sjúklegur hvítvínskokteill sem allir ráða við

Sá ferskasti sem þú munt smakka í dag!
Sá ferskasti sem þú munt smakka í dag! mbl.is/Damndelicious.net

Sumarið er hér sama hvernig viðrar og við freistumst til að fá okkur litríkan kokteil sem þennan. Hvort sem leið þín liggi til til Spánar þetta sumarið eða ekki þá mun þessi drykkur færa hugann á suðræna strönd.

Fimm mínútna kokteill með fimm hráefnum

  • 2 bollar ananassafi
  • 1 bolli appelsínusafi
  • 1 flaska hvítvín (750 ml)
  • 8 rósmaríngreinar

Aðferð:

  1. Blandið saman ananas- og appelsínusafa.
  2. Hellið í kampavínsglös þannig að þau fylli til hálfs. Hellið hvítvíni til að fylla upp í glösin.
  3. Berið strax fram og skreytið með rósmaríngreinum og ananasskífum ef vill.
mbl.is/Damndelicious.net
mbl.is