Sláandi staðreyndir um uppþvottavélina þína

Skítugir pottar skulu vera fyrir miðju neðri grindarinnar til að …
Skítugir pottar skulu vera fyrir miðju neðri grindarinnar til að fá besta þvottinn. mbl.is/The Home Depot

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt! Það eru ótal aðferðir og ráð um hvernig eigi til dæmis að raða í uppþvottavélina en skítugir pottar eiga heima fyrir miðju svo eitthvað sé nefnt. Hér er samantekt á því helsta sem þrifspekúlantar eru að ræða í heiminum í dag.

Svona raðar þú í vélina:
Plastdót og gler á alltaf að vera í efri hillu vélarinnar til að minnka hættuna á að plastið bráðni og glerið verði blettótt.

Best er að setja skítuga potta í neðri hilluna og fyrir miðju því stundum nær ekki snúningsspaðinn í vélinni að vinna út í öll hornin og þá er þetta lausnin sem virkar best.

Snúið öllum skálum og glösum á hvolf til að skítugt vatn liggi ekki í leirtauinu. Og passið að raða ekki mikið ofan á hvort annað svo að vatn og sápa nái að fara á milli og þvo allt sem best.

Þegar vélin hefur lokið vinnu sinni er best að opna hana sem fyrst og leyfa gufunni að leika út – þannig þornar leirtauið hraðar.

3-in-1
Ef þú ert að nota töflur sem kallast 3-in-1 (multi tab) þá er mun skynsamlegra að setja töfluna á botninn á vélinni en ekki í litla töfluhólfið. Þessar töflur eru hannaðar fyrir forþvott en margar af uppþvottavélunum eru það ekki og því opnast töfluhólfið ekki fyrr en aðalþvotturinn byrjar og þá er 1/3 af töflunni ekki búinn að skila sínu.

Þú átt ekki að þurfa skola leirtauið þitt vel áður en það fer í vélina því hreinsitaflan á að sjá um um sitt. En ef þér finnst diskarnir ekki vera koma nógu hreinir út er spurning hvort þú þurfir ekki að skoða síuna eitthvað betur – það er mjög mikilvægt að þrífa hana reglulega til að vélin nái að vinna sitt verk.

Hlutir sem eiga ekki heima í uppþvottavélinni

  • Trésleifar og eldhúsáhöld með tréhandföngum.
  • Pottar og pönnur með teflon áferð.
  • Kopar bollar og áldósir.
  • Fínir beittir hnífar.
Ef vélin þín er ekki gerð fyrir 3-in-1 töflur, þá …
Ef vélin þín er ekki gerð fyrir 3-in-1 töflur, þá ber að leggja hana á botninn á vélinni í stað þess að setja hana í litla hólfið. mbl.is/Choice Australia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert