Var löt og pantaði allt

Eva Laufey og kakan góða.
Eva Laufey og kakan góða. mbl.is/samsett mynd

Sjónvarpsgyðjan Eva Laufey fagnaði þrítugsafmæli sínu á dögunum og Matarvefnum lék forvitni á að vita hvaða veitingar var boðið upp á í veislunni.

Ljóst er að væntingastuðullinn var hár enda Eva þekkt fyrir mikla meistaratakta í eldhúsinu. Eins og við var að búast stóð Eva fyllilega undir væntingum en hún segir þó að hún hafi verið afskaplega löt og því ákveðið að panta allt. Það var Gamla Kaupfélagið sem sá um snitturnar sem líta afar girnilega út. Veisluföng voru vel útilátin og framsetningin til háborinnar fyrirmyndar.

Aðalstjarnan var svo kakan sem kom frá Sætum syndum en Eva segir hana vera fallegustu köku sem hún hefur séð.

Matarvefurinn óskar Evu Laufeyju til hamingju með afmælið!

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is/Eva Laufey
mbl.is/Eva Laufey
mbl.is/Eva Laufey
mbl.is/Eva Laufey
mbl.is/Eva Laufey
mbl.is/Eva Laufey
mbl.is/Eva Laufey
Kakan var frá Sætum syndum og er stórglæsileg.
Kakan var frá Sætum syndum og er stórglæsileg. mbl.is/Eva Laufey
Eva Laufey var glæsileg að venju.
Eva Laufey var glæsileg að venju. mbl.is/Eva Laufey
mbl.is