Fiskurinn sem krakkarnir elska!

mbl.is/

Það er mánudagsfiskur og að þessu sinni erum við með uppskrift sem er bæði sjúklega skemmtileg, auðveld og elskuð af börnum.

Fiskurinn sem krakkarnir elska!

  • 450 gr. hvítur fiskur (fremur þéttur í sér)
  • 1 egg
  • 2 msk. hveiti (meira ef þarf)
  • 2 msk. fersk steinselja, söxuð
  • 2 vorlaukar, saxaðir
  • ½ msk. sítrónusafi
  • 2 hvítlauksgeirar, marðir
  • 1 msk. ferskt rifið engifer
  • 1 msk. ólífuolía
  • ½ tsk. sjávarsalt
  • ¼ tsk. svartur pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180 gráður.
  2. Þerrið fiskinn með eldhúspappír. Skerið hann því næst afar fínt niður (svo hann jaðrar við að vera hakkaður).
  3. Blandið saman fiski, eggi, hveiti, steinselju, vorlauk, sítrónusafa, engifer, hvítlauk, ólífuolíu, salti og pipar og blandið með höndunum.
  4. Setjið smjörpappír í ofnskúffu. Notið ískúlusköfu (eða bara skeið) og búið til kúlur úr fisknum. Raðið í skúffuna og fletjið bollurnar ögn niður. Bakið í 20-25 mínútur eða uns gullinbrúnt og girnilegt.
  5. Berið fram með góðri ferskri dressingu.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert