Hanskarnir sem eru að gera allt vitlaust

mbl.is/skáskot

Nú eru komnir á markað uppþvottahanskar sem sagðir eru byltingarkenndir og svo snjallir að fólk heldur ekki vatni yfir þeim.

Um er að ræða hanska með innbyggðum skrúbbi þannig að nú þarf bara að knúsa leirtauið (eða því sem næst) til að það verði hreint og uppþvottaburstinn fær langþráða hvíld.

Að auki er þetta hinn fullkomna gæludýragreiða og svo grunar okkur að hægt sé að gera ákaflega margt annað sniðugt með svona hanska á höndunum.

Hægt er að panta hanskana HÉR en þeir kosta um 1.500 krónur parið og eru fáanlegir í fimm litum.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is/skjáskot
mbl.is