Húsverkin sem mega ekki gleymast áður en farið er í frí

Choreograph

Þér finnst kannski eins og to-do listinn ætli engan endi að taka og þú ert á leið í sumarfrí. En það er ekkert meira óspennandi en að koma heim í skítugt eða jafnvel illa lyktandi hús eftir gott frí.

Á meðan þú pakkar í töskurnar og ert að finna til vegabréfið skaltu hafa eftirfarandi atriði í huga. Þetta tekur örfáar mínútur að framkvæma og þú munt þakka sjálfum þér margfalt fyrir þegar þú kemur aftur heim.

Út með ruslið
Horfðu á þetta sem aðalatriðið. Ef þú gleymir að fara út með ruslið áður en þú yfirgefur heimilið þá muntu finna það á lyktinni sem tekur á móti þér eftir fríið. Taktu skrefið lengra og hentu úr ísskápnum í leiðinni – hentu þeim matvælum sem eru útrunnar eða búið er að opna og þú veist að munu úldna á þeim tíma sem þú ert í burtu.

Vaskaðu upp
Kvöldið áður en þú leggur af stað skaltu setja allt óhreint leirtau í uppþvottavélina og láttu hana vinna fyrir þig. Ekki skilja leirtau eftir á borðunum – vaskaðu það upp ef þú fyllir ekki í heila vél.

Þrífðu klósettið
Þú munt verða sjálfum þér þakklát/ur ef þú rennir yfir salernið og vaskinn inn á baðherbergi. Það jafnast ekkert á við að hreint baðherbergi þegar komið er heim eftir ferðalag.

Þvotturinn
Best af öllu er að ná að komast niður á botninn á þvottakörfunni áður en þú ferð í frí. Ef þú nærð því ekki en veist af blautum fötum eða handklæðum í þvottakörfunni skaltu hengja það upp til þerris. Því þú vilt ekki koma heim og finna súru lyktina sem bíður þín af úldnum handklæðum.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Tatomm
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert