Geggjað pastasalat sem ærir óstöðuga

Sumarsalat eins og það gerist best.
Sumarsalat eins og það gerist best. mbl.is/Becky Hardin - The Cookie Rookie

Sumarið ætlar að byrja ágætlega hjá okkur í ár með nokkrum sólríkum dögum til þessa. Er þá ekki vel við hæfi að smakka aðeins á sumrinu líka með dásamlegu pastasalati? Jarðarberja-avocado-pastasalat er það sem við bjóðum upp á í dag.

Sumarið í einu salati

 • 1 pakki penne pasta
 • 1 msk. salt
 • 2 bollar klettasalat
 • salt og pipar
 • 450 g jarðarber
 • 2 avocado
 • fetakubbur
 • ½ bolli fersk basilika, söxuð
 • 1 msk. sítrónusafi
 • ½ bolli dressing (sjá uppskrift fyrir neðan)
 • ½ bolli grísk jógúrt

Dressing:

 • 1¼ msk. sykur
 • ¾ bolli hvítvínsedik
 • 2 msk. appelsínusafi
 • 2 msk. þurrkaðar laukflögur
 • 2 tsk. sinnep
 • ½ tsk. pipar
 • ¼ tsk. kosher-salt
 • 1½ bolli canola-olía
 • 2 tsk. valmúafræ

Aðferð:

 1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum og setjið síðan í stóra skál.
 2. Á meðan pastað er heitt, blandið þá rucola saman við og saltið og piprið.
 3. Bætið við jarðarberjum, avocado og fetakubbi.
 4. Takið fram litla skál og pískið saman sítrónusafa, dressingu og grískri jógúrt.
 5. Hellið dressingunni yfir pastað á meðan heitt er og blandið vel saman.
 6. Berið fram heitt eða kalt.

Dressing:

 1. Blandið saman í blandara í 1 mínútu sykri, ediki, appelsínudjús, lauk flögum, sinnepi, pipar og salti.
 2. Bætið ólífuolíu út í og haldið áfram að blanda í 1-2 mínútur.
 3. Setjið valmúafræin út í og mixið saman.
 4. Dressingin geymist í allt að 2 vikur í lofttæmdu boxi í ísskáp.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Dressingin er ómissandi út á salatið.
Dressingin er ómissandi út á salatið. mbl.is/Becky Hardin - The Cookie Rookie
mbl.is/Becky Hardin - The Cookie Rookie
mbl.is
Loka