Nú er það svart hjá Nóa Síríus

mbl.is/

Við þreytumst seint á því að færa ykkur fréttir úr sælgætisverksmiðjum landsins er þar er alltaf eitthvað spennandi að gerast eins og bersýnilega hefur komið í ljós. 

Nú er það hins vegar svart hjá Nóa Síríus - því komið er á markað svart Nóakropp sem er með dásamlegu lakkrísbragði. 

Þessi gjörningur er einstaklega vel heppnaður - eins og búast mátti við en sælgætisáhugafólk er hvatt til að hafa hraðar hendur því Lakkrískroppið kemur eingöngu í takmörkuðu magni. 

mbl.is