„Rifinn kjúklingur“ er eitthvað sem þú verður að prófa

Pulled chicken er það allra heitasta í dag og smakkast …
Pulled chicken er það allra heitasta í dag og smakkast alveg svakalega vel. mbl.is/Spisbedre.dk

Þú hefur eflaust smakkað rifið svínakjöt eða „pulled pork“ oftar en einu sinni – en hefur þú smakkað rifinn kjúkling? Aðferðin er sú sama með dásemdar kryddmarineringu og kjötið verður svo mjúkt að þú varla þarft að tyggja. Hér er uppskrift að rifnum kjúklingi með ananassalsa og avocado dressingu.

Rifinn kjúklingur

 • 4 kjúklingabringur
 • 1 dl hænsnakraftur
 • 1 tsk. tómatpurre

Kryddblanda:

 • 40 g púðursykur
 • 2 tsk. reykt papríkukrydd
 • 1½ tsk. þurrkað oreganó
 • 1 tsk. sinnepskrydd
 • salt og pipar

Ananassalsa:

 • ½ þroskaður ananas
 • 1 rauð papríka
 • ½ rauðlaukur
 • 2 msk. ferskur kóríandar
 • 1 lime
 • Salt og pipar

Avocadodressing:

 • 1 þroskaður avocado
 • 2 msk. ferskt kóríander
 • 1 lime
 • 4 msk. hrein jógúrt
 • 1 msk. ólífuolía
 • Salt og pipar

Annað:

 • ½ hvít- eða rauðkál
 • 8 tortillur

Aðferð:

Kryddblanda:

 1. Hrærið saman púðursykur, reykt papríkukrdd, oregano, sinnepskrydd, salt og pipar.
 2. Leggið bringurnar í poka og hellið kryddblöndunni yfir. Nuddið kryddinu vel inn í kjötið. Lokið pokanum og setjið í kæli til næsta dags.
 3. Hitið ofninn á 125°C.
 4. Leggið kjúklingabringurnar í eldfast mót. Hrærið krafti og tómatpúrru saman og hellið í botninn á fatinu. Setjið álpappír yfir og stingið inn í ofn. Steikið í 3 tíma.

Ananassalsa:

 1. Skrælið ananasinn og skerið í litla teninga. Skerið papríkuna í litla bita. Saxið rauðlaukinn smátt. Blandið öllu saman við kóríander og limesafa og kryddið með salti og pipar.

Avocadodressing:

 1. Blandið avocado saman við kóríander, limesafa, jógúrt og olíu í blandara. Smakkið til með salti og pipar.

Samsetning:

 1. Takið bringurnar upp úr fatinu og leyfið þeim að kólna í 5 mínútur á bretti. Tætið kjúklinginn í sundur með tveim göfflum.
 2. Skolið og skerið kálið smátt og hitið tortillakökurnar. Berið fram með káli, kjúklingi, ananassalsa og avocadodressingu.
mbl.is
Loka