Sumarkokteillinn í ár

Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson

Bestu barþjónar landsins háðu einvígi á dögunum þegar keppt var um Sumarkokteil Finlandia 2019. Dómnefnd frá Finlandia sá um að velja drykkina sem komust í úrslit en það var svo íslensk dómnefnd sem fór staða á milli og smakkaði drykkina á heimavelli keppenda.

Keppnin var óvenju sterk í ár en það var Jóhann B. Jónasson hjá Eiriksson Brasserie sem bar sigur úr bítum með drykkinn „Grapefruit & Tonic“.

„Grapefruit & Tonic“

  • 60 ml Finlandia Grapefruit Vodka
  • 30 ml sérútbúið greipsíróp (uppskrift hér að neðan)
  • 2 skvettur Bittermens hopped grapefruit bitters
  • 200 ml Fever-Tree Mediterranean tonic

Byggt í stóru vínglasi fyllt með klaka og hrært saman

Skreytt með þurrkaðri greipaldinsneið og sprota af myntu

Uppskrift að sérútbúnu greipsírópi

  • 300 ml ferskur greipsafi
  • 300 ml ferskur sítrónusafi
  • 10 gr greipbörkur
  • 450 g hvítur sykur

Sameinið safa og sykur í potti og hitið að suðu.

Þegar suðan kemur upp takið af hellunni og bætið við berkinum og látið hann marinerast á meðan lögurinn kólnar.

Þegar lögurinn hefur kólnað sigtið þá sírópið og setjið á flösku.

Fyrir þá sem treysta sér ekki í þetta, þá er bara að kíkja í heimsókn á Eiriksson Brasserie en drykkurinn er kominn á seðil þar.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Jóhann B. Jónasson ásamt dómnefndinni en hana skipuðu Tobba Marínós, ...
Jóhann B. Jónasson ásamt dómnefndinni en hana skipuðu Tobba Marínós, Íris Ann Siguðardóttir, Tómas Kristjánsson og Einar Smárason. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »