Sumarkokteillinn í ár

Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson

Bestu barþjónar landsins háðu einvígi á dögunum þegar keppt var um Sumarkokteil Finlandia 2019. Dómnefnd frá Finlandia sá um að velja drykkina sem komust í úrslit en það var svo íslensk dómnefnd sem fór staða á milli og smakkaði drykkina á heimavelli keppenda.

Keppnin var óvenju sterk í ár en það var Jóhann B. Jónasson hjá Eiriksson Brasserie sem bar sigur úr bítum með drykkinn „Grapefruit & Tonic“.

„Grapefruit & Tonic“

  • 60 ml Finlandia Grapefruit Vodka
  • 30 ml sérútbúið greipsíróp (uppskrift hér að neðan)
  • 2 skvettur Bittermens hopped grapefruit bitters
  • 200 ml Fever-Tree Mediterranean tonic

Byggt í stóru vínglasi fyllt með klaka og hrært saman

Skreytt með þurrkaðri greipaldinsneið og sprota af myntu

Uppskrift að sérútbúnu greipsírópi
  • 300 ml ferskur greipsafi
  • 300 ml ferskur sítrónusafi
  • 10 gr greipbörkur
  • 450 g hvítur sykur

Sameinið safa og sykur í potti og hitið að suðu.

Þegar suðan kemur upp takið af hellunni og bætið við berkinum og látið hann marinerast á meðan lögurinn kólnar.

Þegar lögurinn hefur kólnað sigtið þá sírópið og setjið á flösku.

Fyrir þá sem treysta sér ekki í þetta, þá er bara að kíkja í heimsókn á Eiriksson Brasserie en drykkurinn er kominn á seðil þar.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Jóhann B. Jónasson ásamt dómnefndinni en hana skipuðu Tobba Marínós, …
Jóhann B. Jónasson ásamt dómnefndinni en hana skipuðu Tobba Marínós, Íris Ann Siguðardóttir, Tómas Kristjánsson og Einar Smárason. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert