Höfum sjaldan séð aðrar eins undirtektir

Það er ekkert lát á nýjungum í sælgætisgerð en búðirnar eru bókstaflega að fyllast af spennandi nýjungum.

Nói Síríus er búinn að vera öflugur og enn er komin nýjung sem virðist ætla að slá öll met ef eitthvað er að marka fréttir. Við heyrðum í Silju Mist Sigurkarlsdóttur, markaðsstjóra Nóa Síríuss, sem sagðist varla hafa séð aðrar eins viðtökur.

Um er að ræða gamla góða rjómasúkkulaðið með tromp-bitum sem greinilega leggst vel í landann ef marka má viðtökurnar.

Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus.
Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus. Kristinn Magnússon
mbl.is