130% verðmunur á bleiku gini

Athugull neytandi benti okkur á að gríðarlegur verðmunur er á bleiku Beefeater gini eftir verslunum. Svo mikill reyndar að samkvæmt útreikningum aðalhagfræðings Matarvefsins er munurinn 130%. 

Um er að ræða fríhöfnina annars vegar þar sem lítra flaska af gininu kostar 2.799 kr og Vínbúðinni hins vegar þar sem lítrinn kostar 7.999 krónur. 

Þegar búið er að taka virðisaukaskattinn af er munurinn 3.652 krónur sem nemur um 130%.

Það er því ljóst að ginþystir þurfa að gera sér ferð til útlanda ef fjárfesta á gininu góða. 

mbl.is