Sendi starfsfólki bréf eftir gjaldþrotið

Jamie Oliver átti erfiða viku.
Jamie Oliver átti erfiða viku. mbl.is/

Eins og kom fram í fréttum í síðustu viku voru veitingastaðir Jamie Oliver í Bretlandi úrskurðaðir gjaldþrota.

Þrátt fyrir ítarlegar tilraunir til að bjarga rekstrinum þar sem Oliver setti sjáfur töluvert fjármagn í reksturinn gekk reksturinn ekki upp. Yfir þúsund manns misstu atvinnuna og sjálfur er Oliver sagður afar dapur.

Hann sendi starfsmönnum veitingastaðanna tölvupóst þar sem hann þakkaði þeim fyrir að hafa verið hluti af mögnuðu teymi og sagðist aldrei muni gleyma því sem þau fengu áorkað meðan staðirnir voru starfandi. 

Í bréfinu - sem hægt er að lesa í heild sinn HÉR stóð meðal annars: 

„Við höfum alltaf sett viðmiðinn hærra en samkeppnisaðilarnir. Öll okkar hráefni voru þau bestu sem völ var á og áherslan var alltaf sett á rekjanleika og sjálfbærni. Velferð dýra var eitthvað sem við hvikuðum aldei frá né gæði og næringarinnihald. Allt til enda. Við trúðum einlæglega á gildin okkar: að viðskiptavinurinn verðskuldaði betri, sanngjarnari, heiðarlegri, siðlegri og betri mat sem væri næringarríkur.“ 

mbl
mbl.is