Veistu þú hvað það eru margar hitaeiningar í kleinuhring?

Flestir eru sammála um að kleinuhringir séu sakbitin sæla sem einungis ber að njóta endrum og eins við hátíðleg tilefni. Og það er að flestu leiti rétt. 

Hins vegar rekur marga í rogastans þegar í ljós kemur að hægt er að fá kleinuhring sem inniheldur einungis 190 hitaeiningar. 

Kleinuhringurinn sem um ræðir er Original Glaze kleinuhringurinn frá Krispy Kreme og af því má ráða að sambærilegir kleinuhringir séu ekki orsök alls ills - bara alls ekki. 

Þetta eru væntanlega gleðifréttir fyrir aðdáendur kleinuhringja en við minnum á að þó að þetta séu ekki nema 190 hitaeiningar þá er lykilatriðið hér (eins og með flest) að allt er gott í hófi. 

mbl.is