Nýjasta æðið í ísgerð

Halló „gorge“ ís!
Halló „gorge“ ís! mbl.is/MATCHA N´MORE

Kæru Ís-lendingar, hver ætlar að vera fyrstur hér á landi til að bjóða upp á gylltan ís? Því við erum kolfallin fyrir útlitinu á þessum fagurlitaða og gyllta ís, þó við vitum ekkert hvernig hann smakkist.

MATCHA N' MORE er lítið kaffihús í stórborginni New York sem býður upp á drykki, ljúfa deserta og ómótstæðilegar freistingar. Undirstaðan liggur í „matcha“ sem er fíngert duft unnið úr grænum te-laufum og er flutt beint á kaffihúsið frá Uji í Japan, þar sem matcha kemur upphaflega. Hér er allt ferskt og hollustan í fyrirrúmi á kaffihúsinu.

Hjá MATCHA N' MORE er meðal annars boðið upp á litríka ísa með gyllingu, sem gerir ísinn eins glæstan og hugsast getur. Við getum ekki beðið eftir að sjá hvaða ísbúð hér á landi eigi eftir að byrja selja glamúr-ís sem þennan.

mbl.is/MATCHA N´MORE
mbl.is