Grilluð smábrauð með skinku og osti

Girnileg smábrauð grilluð í ofni eru dásamlegir munnbitar.
Girnileg smábrauð grilluð í ofni eru dásamlegir munnbitar. mbl.is/Spisbedre.dk

Þessi smáu skinkubrauð eru stökk en jafnframst safarík og svo bragðgóð - bara við það eina að skella þeim í ofninn. Tilvalið sem smáréttur eða sem meðlæti með góðri súpu.

Grilluð smábrauð með skinku og osti

 • 2 msk ferskt timían
 • 1 stórt hvítlauksrif
 • 25 g smjör
 • 1 msk tómatpúrra
 • Salt og pipar
 • 4 sneiðar súrdeigsbrauð
 • 4 skífur af góðri skinku
 • Cherry tómatar
 • Rifinn mozzarella

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á grill. Saxið timían og hvítlaukinn smátt og blandið saman við smjör, tómatpúrru, salt og pipar.
 2. Smyrjið brauðið með blöndunni og leggið eina skinkuskífu ofan á ásamt nokkrum hálfskornum tómötum. Dreifið osti yfir og saltið og piprið. Leggið brauðið á bökunarpappír á bökunarplötu.
 3. Grillið skinkubrauðið í ofni í nokkrar mínútur þar til osturinn hefur tekið lit og berið fram á meðan þau eru ennþá volg.
mbl.is