Litur sem sprengir alla mælikvarða

mbl.is/Le Creuset

Pottaframleiðandinn frægi, Le Creuset, er þekkt fyrir hágæða vörur í eldhúsið sem finnast oftar en ekki í öllum regnbogans litum – og þessi pottur er enginn undantekning.

Þessi sérvaldi litur fyrir sumarið ber nafnið Berry og er sannarlega jafn safaríkur að sjá og handfylli af berjum. Stællegur og jafnframt sætur litur sem minnir á búnt af fallegum liljum og rósum með dassi af gylltum tón. Potturinn er eingöngu fáanlegur í sérvöldum Le Creuset verslunum erlendis eða á lecreuset.com.

Berry er nafnið á þessum fagurlitaða potti í sérstakri sumarútgáfu …
Berry er nafnið á þessum fagurlitaða potti í sérstakri sumarútgáfu frá Le Creuset. mbl.is/Le Creuset
mbl.is