Matarlitir ráðandi í nýjustu litum Montana

Þessi fallegi litur kallast Mushroom eða sveppur og hentar eldhúsinu …
Þessi fallegi litur kallast Mushroom eða sveppur og hentar eldhúsinu vel. mbl.is/Montana

Það er talað um að borða e-h með augunum – en það á akkúrat við í þessu tilviki er danski húsgagnaframleiðandinn Montana kynnti 30 nýja liti nú á dögunum sem eru hreint út sagt ómótstæðilegir.

Áttunda hvert ár kynnir Montana nýja liti til leiks. Í ár tóku þeir stærra stökk en þeir áður hafa gert er þeir kynntu 30 nýja liti sem eru hver öðrum fallegri. Því má finna 42 liti í pallettunni þeirra, þá samanlagt með þeim litum er fyrir voru. Nýju litirnir voru hannaðir af Margrethe Odgaard sem er einn fremsti litasérfræðingur samtímans og er litapallettan með þeim „girnilegri“ sem við höfum séð.

Litirnir bera ýmis skemmtileg nöfn á við vanilla, ostra, truffle, fennel, rabarbari, heslihneta og balsamik svo eitthvað sé nefnt, og klæða heimsþekkta hönnun Montana ansi vel.

Yfirskrift Montana á nýjungunum er „Don´t judge a colour by its colour“ sem má túlka á ýmsa vegu ef út í það er farið og opnar um leið möguleikann á því að horfa öðruvísi augum á liti, hvernig megi raða þeim saman og nota í ýmsum rýmum.

Liturinn „Fennel“ er hreint út sagt dásamlegur.
Liturinn „Fennel“ er hreint út sagt dásamlegur. mbl.is/Montana
Falleg samsetning með litnum Iris.
Falleg samsetning með litnum Iris. mbl.is/Montana
Trufflu-liturinn er ljós og jafnframt elegant.
Trufflu-liturinn er ljós og jafnframt elegant. mbl.is/Montana
Þvílíkt litakombó! Við fáum stjörnur í augun, en hér má …
Þvílíkt litakombó! Við fáum stjörnur í augun, en hér má m.a. sjá Hazelnut, Iris og Balsamic. mbl.is/Montana
Hversu falleg litasamsetning! Hér má sjá litina Flint, Tumerik og …
Hversu falleg litasamsetning! Hér má sjá litina Flint, Tumerik og Balsamic mynda einingu. mbl.is/Montana
Litum má raða saman á ótal vegu eins og sjá …
Litum má raða saman á ótal vegu eins og sjá má - bara spurning um að þora. mbl.is/Montana
Litasérfræðingurinn Margrethe Odgaard hannaði 30 nýja liti fyrir Montana í …
Litasérfræðingurinn Margrethe Odgaard hannaði 30 nýja liti fyrir Montana í ár - hvern öðrum fallegri. mbl.is/Montana
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert