Leið til að losna við fýlu úr tusku á mínútu

Choreograph

Öll þekkjum við þegar borðtuskan breytist í bakteríubúgarð og lyktin verður vond. Flest setjum við tuskuna þá í þvottavélina og þvoum hana á háum hita og hún verður eins og ný. 

En til er það ráð sem er öllu hraðvirkara en virkar jafn vel, eða er að minnsta kosti góð skyndilausn. 

Settu tuskuna í örbylgjuofninn og láttu hana malla þar í smástund. Mundu bara að hafa hana blauta. Þetta ráð dugar líka fyrir svampa sem við notum oft en ALLS EKKI fyrir stálull. 

Prófaðu þetta næst þegar kemur lykt af svampinum eða tuskunni og sjáðu hvernig það virkar. 

shironosov
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert