Hvenær kemur íslenska grænmetið í verslanir?

Nýupptekið íslenskt græmneti er algjört sælgæti.
Nýupptekið íslenskt græmneti er algjört sælgæti. mbl.is/

Íslenska græmetið er algjört sælgæti eins og við vitum og því bíða margir með öndina í hálsinum af eftirvæntingu eftir að það rati í verslanir. 

Það er þó þannig að hægt er að fá íslenskt græmeti allan ársins hring - þó ekki allt græmeti en tómatar, sveppir, steinselja, rófur, kartöflur, gúrkur, gulrætur, grænkál, kryddjurtir og salat er fáanlegt allt árið um kring en aðrar tegundir eru háðar uppskeru. 

Til að enginn velkist í vafa um uppskerutímann erum við með sérstakt dagatal á boðstólnum sem hægt er að hlaða niður þannig að allir í fjölskyldunni séu með þessar mikilvægu upplýsingar á hreinu. Nú eru til dæmis fesk hindber komin í verslanir og stutt í að kínakálið mæti. Í júlí er svo von á spergilkáli, sætri papriku, hvítkáli, hnúðkáli og blómkáli í verslanir.

Hægt er að nálgast dagatalið HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert