Noma með nýtt matarstell

Nýtt matarstell úr fallegri keramík - sérhannað fyrir Michelin-veitingastaðinn Noma.
Nýtt matarstell úr fallegri keramík - sérhannað fyrir Michelin-veitingastaðinn Noma. mbl.is/Anders Beier

Síðasta eina og hálfa árið hefur farið í að þróa og hanna nýtt matarstell fyrir þekktasta Michelin-veitingastað Danmerkur, Noma.

Það er hér sem að handverk og matur helst í hendur með nýju matarstelli er kallast „The Collection“ – og leggur áherslu á þrjú tímabil, hvert og eitt með sína sögu.

Hluti af matarstellinu mun vera til sýnis á keramiksafninu Hjorths Fabrik í Rønne til og með 23. desember næstkomandi. Einnig er hægt að panta sér borð á veitingarstaðnum sjálfum og prófa stellið í raun - það eina er að biðlistinn eftir borði eru nokkrir mánuðir. 

mbl.is/Anders Beier
mbl.is/Anders Beier
mbl.is