Ómótstæðilegur mangó chutney-kjúklingur

mbl.is/Íris Blöndahl

Þessi kjúklingaréttur er í senn auðveldur og ærandi því bragðlaukarnir fá svo sannarlega nóg að gera þegar þessi dásemd er borðuð. Mangó chutney blandast hér saman við karrí og kókosmjólk og útkoman er alveg hreint frábær.

Það er hún Íris Blöndalh á GRGS sem á heiðurinn að þessari snilld en uppskriftin er ætluð fyrir þrjá og inniheldur þá einungis rúmlega 500 hitaeiningar.

Ómótstæðilegur mangó chutney-kjúklingur

  • 700 gr eða einn poki úrbeinuð kjúklingalæri
  • 150 gr Mango chutney
  • 200 gr. kókosmjólk - Bæði vökvi og harði hlutinn af henni sem er oft búinn að myndast efst í dósinni
  • ½ msk. karrý

Aðferð:

  1. Skerið kjúklingalæri í munnbita.
  2. Setjið á heita pönnu, kryddið með karrý og steikið í 8 mínútur.
  3. Blandið saman kókosmjólk og mango chutney. Ég set þetta saman í stóra krukku og hristi saman.
  4. Hellið þessu yfir pönnuna með kjúklingnum og leyfið að malla með loki á í 7 mínútur.
mbl.is/Íris Blöndahl
mbl.is/Íris Blöndahl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert