Svona þrífur þú grillgrindina á augabragði

Jim Smart

Hver kannast ekki við grillgrindur og ofngrindur sem eru með matarleifar fastar á sér. Vírbustar gera gagn þó það þurfi að fara varlega en þessa snjöllu lausn rákumst við á og verðum að prófa.

Hér er sígildur svampur tekinn og í hann skornar raufar með dúkahníf. WD-40 er svo úðað á svampinn og grindin þrifin á einfaldan hátt.

Hljómar eins og draumur en munið að skola efnið af áður en þið matbúið á grindunum.

Við könnumst öll við skítugar grindur og yfirleitt eyðir maður …
Við könnumst öll við skítugar grindur og yfirleitt eyðir maður töluverðum tíma í að skrúbba þær. mbl.is/skjáskot af YouTube
Þið þurfið venjulegan heimilissvamp og dúkahníf.
Þið þurfið venjulegan heimilissvamp og dúkahníf. mbl.is/skjáskot af YouTube
Úðið örlitlu af WD-40 á svampinn.
Úðið örlitlu af WD-40 á svampinn. mbl.is/skjáskot af YouTube
Rennið svampinum yfir grindina.
Rennið svampinum yfir grindina. mbl.is/skjáskot af YouTube
Og grindin verður eins og ný. Munið bara að skola …
Og grindin verður eins og ný. Munið bara að skola hana. mbl.is/skjáskot af YouTube
mbl.is