Svona skipuleggur Kourtney skápana

Kourtney Kardashian heldur úti lífsstílsblogginu Poosh þar sem hún deilir …
Kourtney Kardashian heldur úti lífsstílsblogginu Poosh þar sem hún deilir m.a. húsráðum með lesendum. mbl.is/Instagram_Poosh

Nýja lífsstílsblogg Kourtney Kardashian, Poosh, gefur okkur góða innsýn í hennar daglega líf og athafnir, og þar með talin húsráð. Í einni færslunni gefur hún lesendum góð ráð hvernig best sé að skipuleggja skápana í eldhúsinu.

Hún greinir þetta niður í nokkur lykilatriði eins og körfur, krukkur og merkimiða. En Kourtney notar mikið merkimiða og merkir botnana á öllum krukkum sem hún notar undir hveiti, morgunkorn og haframjöl svo eitthvað sé nefnt.

Vírkörfur notar hún undir snakk, kryddbréf og bakstursvörur. Körfurnar merkir hún svo með krúttlegum merkimiðum til að skipulagið sé nú alveg upp á tíu.

Í raun snýst þetta um að gefa hverjum og einum hlut ákveðinn stað og þú munt fá vel skipulagða skápa að launum.

Hún er með þetta alveg upp á tíu!
Hún er með þetta alveg upp á tíu! mbl.is/Instagram_Poosh
mbl.is