Guðdómlegt kjúklinganachos

Við erum alltaf til í kjúklinganachos-rétti sem þennan.
Við erum alltaf til í kjúklinganachos-rétti sem þennan. mbl.is/Thecookierookie.com

Nachos-réttir eru fullkomnir til að metta marga munna og því ekta „möms“ þegar góða gesti ber að garði. Hér er kjúklingurinn steiktur upp úr tequila sem engan svíkur, ásamt lime-safa og góðu taco-kryddi.

Kjúklinga-nachos á einni plötu

 • 6 kjúklingalundir skornar í litla bita
 • Taco-krydd
 • 1 msk. ólífuolía
 • 1 msk. tequila
 • 1 msk. lime safi
 • ½ bolli rauðlaukur, saxaður
 • ¼ bolli ostasósa
 • 1 bolli pico de gallo
 • 2 bollar rifinn ostur
 • ¼ bolli kóríander
 • Tortillaflögur
 • Annað: svartar baunir, jalapenjo, ólífur eða annað sem hugurinn girnist. Sýrður rjómi, avocado, guacamole eða salsa.

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Hitið olíu á pönnu á meðalhita. Steikið kjúklinginn á pönnunni og bætið síðan tequila út á ásamt taco-kryddi og lime-safa. Veltið öllu vel saman þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
 3. Leggið tortillaflögur á bökunarpappír á bökunarplötu eða í stórt eldfast mót. Látið flögurnar liggja þétt og ná aðeins yfir hver aðra.
 4. Dreifið kjúklingabitunum yfir ásamt lauknum. Og því næst „skvettið“ ostasósunni yfir og rifna ostinum þar yfir.
 5. Toppið með pico de gallo og kóríander. Bakið í 10-15 mínútur, og veltið aðeins ídýfunni á miðri leið.
 6. Takið úr ofni og stráið yfir því sem hugurinn girnist – sýrðum rjóma, guacamole eða jafnvel salsa.
mbl.is/Thecookierookie.com
mbl.is