Pítstusteinar sagðir betri en eldofnar

Undirrituð er einlægur áhugamaður um pítsugerð og dreymir heitt um að eignast alvöru eldofn út í garði. Því varð ég afar undrandi þegar fór að bera á fregnum af því að pítsur sem grillaðar eru á pítsusteini séu jafnvel betri en frænkur þeirra úr eldofni. Ef satt reynist boðar þetta byltingu fyrir allt áhugafólk um pítsugerð því þótt fæstir eigi eldofn þá leynist gott gasgrill í garðinum hjá flestum.

Þessi uppskrift hér kemur frá henni Berglindi Hreiðars á Gotteri.is en eins og alþjóð veit þá kann hún sitthvað fyrir sér í eldhúsfræðum.

Grillaðar pizzur 

  • 900 g hveiti
  • 1 ½ pk þurrger
  • 1 msk salt
  • 520 ml volgt vatn
  • 4 msk ólífuolía

Aðferð:

  1. Blandið öllum hráefnum saman í hrærivélarskálina og hnoðið með króknum.
  2. Bætið smá vatni eða hveiti við eftir því hvort deigið er of þurrt eða blautt í sér. Best finnst mér að reyna að ná því eins blautu og hægt er án þess að það klístrist við allt.
  3. Hjúpið stóra skál með matarolíu og komið deigkúlunni fyrir þar í, snúið einu sinni svo allt deigið hjúpist olíu og setjið plastfilmu á skálina og leyfið að hefast í klukkustund.
  4. Skiptið niður í 3-4 stórar (30 x 44 cm steinninn) eða 5-6 hringlaga (36 cm hringlaga steinninn).

Ég gerði þrjár mismunandi pizzur og hér fyrir ofan er pizza með mozzarella, tómötum og basiliku. Ég grillaði hana með pizzasósu, rifnum osti, mozzarellakúlum og tómötum og skar svo ferska basiliku á þegar hún kom af grillinu og dreifði yfir.

Það er síðan geggjað að setja góðar ólífuolíur á grillaðar pizzur þegar þær eru tilbúnar!

Svo gerði ég margaritu (með pizzasósu og osti) og setti síðan á hana kál/klettasalat, hráskinku og rifinn parmesanost. Toppað með góðri ólífuolíu!

Svo þessi típíska fyrir stelpurnar, pizzasósa, ostur, ananas og pepperoni. Oregano stráð yfir í lokin og hvítlauksolíu.

Pítsan lítur afskaplega sannfærandi út á grillinu.
Pítsan lítur afskaplega sannfærandi út á grillinu. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is