Ídýfan sem passar svo vel í hitanum

Ídýfa með grísku ívafi er fullkomin í saumaklúbbinn.
Ídýfa með grísku ívafi er fullkomin í saumaklúbbinn. mbl.is/Damndelicious.net

Rjómakennd ídýfa sem allir munu garga yfir er þeir smakka! Tekur innan við korter að reiða fram og geymist í allt að tvo daga inn í ísskáp – svo þessa má vel útfæra deginum áður til að spara tíma.

Gríska saumaklúbbsídýfan

 • Fetakubbur
 • Sýrður rjómi
 • 1 bolli grísk jógúrt
 • 1 msk. nýkreistur sítrónusafi
 • 2 tsk. rifinn sítrónubörkur
 • 1 hvítlauksrif, marið
 • ¼ bolli pepperoncini pepper
 • 2 msk. ferskt dill, saxað
 • 2 msk. fersk steinselja, söxuð
 • 1 smá-gúrka, skorin í sneiðar
 • 1 róma tómatur, skorinn í litla bita

Aðferð:

 1. Notið spaðann (paddle) á hrærivélinni og blandið saman fetakubbi, sýrðum rjóma, grískri jógúrt, sítrónusafa, sítrónuberki og hvítlauk á medium hraða, þar til blandan verður létt í sér – sirka 2 mínútur.
 2. Bætið við pepperoncini, dilli og steinselju – allt smátt saxað. Breyðið yfir og setjið í kæli þar til ídýfan er borin fram. Geymist í allt að 2 daga í ísskáp.
 3. Berið fram og skreytið með gúrku og tómat ef vill.
mbl.is/Damndelicious.net
mbl.is