11 hlutir sem eiga alls ekki að vera í eldhúsi

Ótrúlega stílhreint og fagurt eldhús.
Ótrúlega stílhreint og fagurt eldhús. mbl.is/Fiona Lynch

Flestir þessara hluta er nú þegar í eldhúsinu þínu en ættu alls ekki að vera það samkvæmt þessum lista sem Good Housekeeping tók saman.

1. Skítugir svampar og tuskur. Segir sig sjálft. Tuskur og svampar sem farnar eru að lykta eiga að fara inn í þvottahús í órheina dallinn. 

2. Glærar krukkur. Undir smákökur og önnur sætindi. Við erum líklegri til að borða það sem við sjáum og því ættu ávextir og grænmeti fremur að vera á boðstólnum. 

3. Fjölnota pokar. Ekki misskilja okkur. Við elskum fjölnota poka en þeir geta innihaldið matarleyfar og óhreinindi. Best er að þerra pokana eftir notkun og geyma þá annaðhvort fram í forstofu eða inn í þvottahúsi. Pokarnir eru líka búnir að vera á gólfinu og ferðast víða. 

4. Draslskúffur. Slíkar skúffur eiga það til að vera svo glundroðakenndar að þær verða eins og svarthol. Allt týnist sem fer ofan í skúffuna og veldur óþarfa álagi. 

5. Sími. Við tökum símana með okkur hvert sem er og sumir jafnvel á klósettið. Rannsóknir sína að símar eru uppfullir af bakteríum og eiga því lítið erindi upp á eldhúsbekk. 

6. Sjónvarp. Eins kósí og það kann að virðast að hafa sjónvarp í eldhúsinu þá sýna rannsóknir að sjónvarp dregur athyglina frá því sem við erum að borða þannig að heilinn meðtekur ekki hversu mikið magn verið er að innbirða og því er mikil hætta á að við borðum alltof mikið. 

7. Gæludýramatarskálar. Þetta á kannski síður við hér á landi þar sem við erum ekki með maura og kakkalakka en engu að síður mælum við með því að dýramatur sé ekki hafður á gólfinu alla jafna í eldhúsinu og að matarskálarnar séu teknar upp og þvegnar eftir notkun. 

8. Veskið þitt. Veski eru stórhættuleg fyrirbæri því fæstir átta sig á því hvers þau eru megnug. Við göngum með þau, leggjum þau frá okkur þar sem okkur dettur í hug og á meðan safna þau óhreinindum. Hver kannast ekki við að leggja veski frá sér á gólfið? Gefur augaleið að slíkur gripur á ekki heima inn í eldhúsi.

9. Hvítir diskar. Nú fá eflaust margir fyrir hjartað en hér er átti við þegar þú borðar hvítan mat. Rannsókn sýndi að fólk át að meðaltali 20% meira af hvítum hrísgrjónum ef þau voru borðuð af hvítum diskum. 

10. Matreiðslubækur sem þú notar ekki. Af hverju? Þær safna ryki og þrátt fyrir að þær séu hið mesta heimlisprýði þá skal alltaf forðast að hafa eitthvað í eldhúsinu sem safnar ryki.

11. Flúorljós (eða frændi þeirra halógen). Af hverju? Jú, á meðan góð vinnulýsing skiptir máli þá hafa flúorljós streituvaldandi áhrif og gera lítið til að skapa þægilega vinnustemningu í eldhúsinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert