Dúnmjúkt hunangssmjör

Hunangssmjör sem þú munt elska hér eftir.
Hunangssmjör sem þú munt elska hér eftir. mbl.is/Thecookierookie.com

Við höfum eflaust borðað óteljandi brauðsneiðar með smjöri um ævina – en smjör er ekki bara smjör. Þið sem sækist eftir tilbreytingu í lífinu og eruð opin fyrir því að smakka nýtt smjör: þetta hunangssmjör er að fara að gera góða hluti.

Smjörið geymist í allt að mánuð í ísskáp eða sex mánuði í frysti. Afar einfalda og fljótlega uppskrift að mjúku ósöltuðu hunangssmjöri má finna hér fyrir neðan.

Dúnmjúkt hunangssmjör

  • 460 g ósaltað smjör við stofuhita
  • ½ bolli hunang
  • ½ bolli 100% hlynsíróp
  • ¼ tsk. kosher-salt
  • ½ tsk. kanill (má sleppa)

Aðferð:

  1. Skerið smjörið í litla bita, setjið í skál og þeytið á lágri stillingu.
  2. Stillið yfir á meðalhraða á þeytaranum og hellið hunangi og sírópi rólega út í.
  3. Bætið við salti og aukið hraðann á þeytaranum. Þeytið þar til smjörið er létt og loftkennt í u.þ.b. 5 mínútur.
  4. Geymið í ísskáp í lofttæmdu boxi í allt að einn mánuð.
mbl.is/Thecookierookie.com
mbl.is