Súkkulaðipönnukökur sem trylla lýðinn

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Vöfflur, súkkulaði, rjómi, bananar og bláber…..þarf að segja eitthvað meira?

Það er Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari snilld sem er vel þess virði að prófa.

Súkkulaðivöfflur 

 • 150 g hveiti
 • 25 g bökunarkakó
 • 2 tsk. lyftiduft
 • 2 msk. púðursykur
 • ¼ tsk. salt
 • 1 egg
 • 250 ml mjólk
 • 125 ml ólífuolía
 • 2 tsk. vanilludropar

Aðferð:

 1. Sigtið saman hveiti, kakó og lyftiduft, leggið til hliðar.
 2. Blandið púðursykri og salti saman við hveitiblönduna.
 3. Hrærið saman eggi, mjólk, olíu og vanilludropa í hrærivélinni.
 4. Á meðan K-ið snýst má hella þurrefnunum saman við mjólkurblönduna og hræra þar til kekkjalaust.
 5. Smyrjið heitt vöfflujárnið með örlitlu smjöri og bakið vöfflurnar.
 6. Uppskriftin gefur um 9-10 vöfflur.
 7. Gott er að bera vöfflurnar fram með þeyttum rjóma, bananasneiðum, bláberjum og bræddu súkkulaði.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is