Lakkrískóngurinn efnir til samkeppni

Hann er ekki kallaður lakkrískóngur að ástæðulausu.
Hann er ekki kallaður lakkrískóngur að ástæðulausu. mbl.is/Johan Bülow

Það er engin skömm að segja frá því að við erum miklir aðdáendur lakkríssins frá Johan Bülow en hann er þekktur fyrir að koma með nýjar og nýjar bragðtegundir við hvert tilefni, stór sem smá sem við ávallt freistumst til að smakka.

Við rákumst á það á Instagram-síðu Bülow að hann er að efna til samkeppni. Það eina sem þú þarft að gera er að ýta á linkinn HÉR og taka þátt. Í verðlaun er handsmíðað hjól eftir snillingana hjá Velorbis, en hjólið hefur hlotið nafnið BERRIES og mun karfan á framhlið hjólsins vera fyllt af Berries-lakkrís frá kónginum sjálfum. Keppnin stendur yfir til 16. ágúst svo það er nægur tími til stefnu.

Ein af sérsverslunum Johans Bülow í Svíþjóð.
Ein af sérsverslunum Johans Bülow í Svíþjóð. mbl.is/Instagram_lakridsbybulow
mbl.is/Instagram_lakridsbybulow
mbl.is