Ljúffengar fiskibollur með heimalöguðu remúlaði

Fiskibollur sem fjölskyldan mun elska.
Fiskibollur sem fjölskyldan mun elska. mbl.is/Winnie Methmann

Þegar þú getur boðið upp á fiskibollur með góðu brauði og heimalöguðu remúlaði, þá erum við farin að tala um lúxusmat. Hér er ein dásamleg uppskrift að góðum fiskimat.

Ljúffengar fiskibollur með heimalöguðu remúlaði (fyrir 4)

  • 600 g þorskflök
  • 1 egg
  • 3 msk. hveiti
  • ½ dl mjólk
  • 1 tsk. salt og pipar
  • Smjör til steikingar

Remúlaði:

  • 10 g laukur
  • 10 g gulrót
  • 10 g púrrulaukur
  • 10 g ferskt rauðkál
  • 1 msk. kapers
  • 10 g sultuð gúrka
  • 1 dl majónes
  • ½ dl sýrður rjómi 18%
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 1 tsk. dijónsinnep
  • 1 tsk. túrmerik
  • 1 tsk. sykur
  • Salt og pipar

Radísusalat:

  • 1 búnt af radísum
  • 125 g blandað salat
  • 2 msk. ólífuolía
  • ½ sítróna
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Hakkið þorskflökin fínt í matvinnsluvél, en ekki of lengi. Hrærið eggi, hveiti, salti og pipar út í og setjið blönduna í kæli.
  2. Remúlaði: Saxið lauk, gulrót, púrrulauk, rauðkál, kapers og túrmerik mjög smátt. Hrærið öllu saman við restina af hráefnunum og smakkið til.
  3. Radísusalat: Hreinsið radísurnar og skerið í mjög þunnar skífur. Skolið salatið. Blandið radísum og salati saman við ólífuolíu, sítrónusafa, salt og pipar.
  4. Mótið bollur úr fiskiblöndunni og steikið á pönnu upp úr smjöri og leyfið þeim að ná góðum lit áður en þú snýrð þeim við.
  5. Ristið brauðið og berið fram með fiskibollunum, remúlaði og salati.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert