Ljúffengar fiskibollur með heimalöguðu remúlaði

Fiskibollur sem fjölskyldan mun elska.
Fiskibollur sem fjölskyldan mun elska. mbl.is/Winnie Methmann

Þegar þú getur boðið upp á fiskibollur með góðu brauði og heimalöguðu remúlaði, þá erum við farin að tala um lúxusmat. Hér er ein dásamleg uppskrift að góðum fiskimat.

Ljúffengar fiskibollur með heimalöguðu remúlaði (fyrir 4)

  • 600 g þorskflök
  • 1 egg
  • 3 msk. hveiti
  • ½ dl mjólk
  • 1 tsk. salt og pipar
  • Smjör til steikingar

Remúlaði:

  • 10 g laukur
  • 10 g gulrót
  • 10 g púrrulaukur
  • 10 g ferskt rauðkál
  • 1 msk. kapers
  • 10 g sultuð gúrka
  • 1 dl majónes
  • ½ dl sýrður rjómi 18%
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 1 tsk. dijónsinnep
  • 1 tsk. túrmerik
  • 1 tsk. sykur
  • Salt og pipar

Radísusalat:

  • 1 búnt af radísum
  • 125 g blandað salat
  • 2 msk. ólífuolía
  • ½ sítróna
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Hakkið þorskflökin fínt í matvinnsluvél, en ekki of lengi. Hrærið eggi, hveiti, salti og pipar út í og setjið blönduna í kæli.
  2. Remúlaði: Saxið lauk, gulrót, púrrulauk, rauðkál, kapers og túrmerik mjög smátt. Hrærið öllu saman við restina af hráefnunum og smakkið til.
  3. Radísusalat: Hreinsið radísurnar og skerið í mjög þunnar skífur. Skolið salatið. Blandið radísum og salati saman við ólífuolíu, sítrónusafa, salt og pipar.
  4. Mótið bollur úr fiskiblöndunni og steikið á pönnu upp úr smjöri og leyfið þeim að ná góðum lit áður en þú snýrð þeim við.
  5. Ristið brauðið og berið fram með fiskibollunum, remúlaði og salati.
mbl.is