Svona er best að þrífa eldavélina

Að elda góðan mat er eitt, en að þrífa eftir sig er annað. Flest okkar stöndum fyrir framan eldavélina og langar til að þrífa skítugar hellurnar en við miklum það allt of mikið fyrir okkur. Sérstaklega þegar brenndar matarleifar sitja hvað fastast og fara ekki með blautri tuskunni.

En við kunnum einfalda lausn til að losna við allan skít og fá skínandi helluborð á ný. Þú einfaldlega makar brúnsápu á helluborðið og breiðir svo plastfilmu yfir. Látið standa yfir nótt og skrúbbið svo af morguninn eftir. Þurrkið vel á eftir með rakri og þurri tusku.

Hvað er langt síðan þú þreifst eldavélina síðast?
Hvað er langt síðan þú þreifst eldavélina síðast? mbl.is/learn.compactappliance.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert