Kartöflusalat sem þú munt elska

Þú munt ekki smakka betra kartöflusalat en akkúrat þetta hér.
Þú munt ekki smakka betra kartöflusalat en akkúrat þetta hér. mbl.is/Frederikkewaerens.dk

Ef þig hungrar í kartöflusalat þá er þetta það eina rétta. Nýjar kartöflur í bland við dásamlega dressingu með sinnepi og kryddjurtum er of gott til að vera satt.

Hér má auðveldlega nýta afgangskartöflur eða vera búin að sjóða þær jafnvel deginum áður en kartöflusalatið á að vera í matinn. Sem hentar bæði sem meðlæti eða sem léttur kvöldmatur.

Kartöflusalat sem þú munt elska

  • 750 g litlar kartöflur

Dressing:

  • 1 msk dijon sinnep
  • 1 tsk fljótandi hunang
  • ½ dl ólífuolía
  • ¼ dl edik (t.d. hvítvínsedik)
  • ½ kalt vatn
  • 1 msk kapers, smátt saxað
  • Salt og pipar
  • Karsi
  • Steinselja, smátt söxuð
  • Púrrlaukur, smátt saxaður

Skraut:

  • Aspas
  • Cherry tómatar
  • Kryddjurtir

Aðferð:

  1. Sjóðið kartöflurnar  og skrælið. Látið þær alveg kólna áður en þær eru skornar niður (útbúið jafnvel daginn áður).
  2. Dressing: Setjið sinnep og hunang í skál og pískið saman ásamt ólífuolíu. Bætið því næst ediki, vatni og hökkuðu kapers. Smakkið til með salti og pipar. Dressingin má gjarnan vera í sterkari kantinum því hún á eftir að draga sig inn í kartöflurnar. Bætið við karsa, saxaðri steinselju og smátt skornum púrrlauk.
  3. Skerið kartöflurnar til helminga eða í fjóra bita, fer eftir stærðinni. Og blandið þeim varlega við dressinguna. Setjið inn í ísskáp og látið standa í 3-4 tíma.
  4. Skolið aspasinn og brjótið endana af. Skerið aspasinn í bita og setjið í sjóðandi vatn í 1 mínútu. Hellið þeim yfir í sigti og skolið strax með köldu vatni.
  5. Setjið kartöflusalatið á fat og skreytið með aspasskífum, cherry tómötum og kryddjurtum.
mbl.is/Frederikkewaerens.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert