Nýjar freistingar frá Normann Copenhagen

Splunkuný viskastykki og borðtuskur frá Normann Copenhagen.
Splunkuný viskastykki og borðtuskur frá Normann Copenhagen. mbl.is/Normann Copenhagen

Við getum ekki setið á okkur er nýjar freistingar bjóðast í eldhúsið! Nýja textíl-lína Normann Copenhagen einkennist af norrænum textílhefðum sem blandast hér saman við tískustrauma nútímans hvað litaval varðar. Einkunnarorðið er „CLEAN“ með áherslu á virkni og mögleika á að blanda saman við aðrar vörur.

Við sjáum þrjár mismunandi týpur, þar sem hver og ein samanstendur af tveimur viskastykkjum í dásemdarlitum og -munstrum. Skýjablár, sandlitur og fölgrænn litur sem þó er aðeins kryddaður með appelsínugulu. Borðtuska er einnig fáanleg í stíl við viskastykkin svo enginn þarf að hafa áhyggjur af skrýtnu kombói uppi á borðunum hvað það varðar.

mbl.is/Normann Copenhagen
mbl.is/Normann Copenhagen
mbl.is/Normann Copenhagen
mbl.is/Normann Copenhagen
mbl.is