Svona heldur þú hita á grillkolum

Gróft salt kemur til bjargar ef kolin eru við það …
Gróft salt kemur til bjargar ef kolin eru við það að klárast á grillinu. mbl.is/Mostphotos

Hefur þú lent í því að vera grilla og kolin á grillinu klárast áður en maturinn var tilbúinn? Getur verið pirrandi að lenda í slíkum aðstæðum.

Ef þú ert ekki í þeirri aðstöðu til að hendast eftir nýjum kolapoka þá kunnum við eitt gott ráð við vandamáli sem þessu. Þú einfaldlega stráir grófu salti á kolin, helst rétt áður en þú sérð að þau eru við það að klárast. Þannig helst hitinn lengur á kolamolunum og maturinn fulleldast öllum til mikillar ánægju.

mbl.is