Vantar þig D-vítamín – kannastu við einkennin?

Ertu að nýta sólargeislana sem eru að gleðja okkur þessa …
Ertu að nýta sólargeislana sem eru að gleðja okkur þessa dagana? mbl.is/Getty Images

Sumarið virðist vera gera upp fyrir síðustu ár og heldur áfram að gefa og gleðja. Við fáum D-vítamín í kroppinn frá sólinni sem er svo mikilvægt - en ef þú kannast við eftirfarandi einkenni eru líkur á að þig vanti vítamínið í líkamann.

Það sem er til ráða er að nýta sólargeislana og safna birgðum fyrir veturinn – muna samt að nota sólarvörn til að passa upp á húðina. Taka vítamín og borða feitan fisk eins og lax og síld. Eins matvörur á borð við egg, hnetur, kjöt og feita mjólk.

Þú ert alltaf slöpp/slappur
Ef þú nærð þér í hverja flensuna á fætur annari þá eru miklar líkur á að þig skorti vítamínið, því varnarkerfi líkamans er háð D-vítamíninu.

Stanslaus þreyta
Ertu alltaf með þreytuna á herðunum og hún virðist engan endi taka? Það er samasemmerki á milli D-vítamínskorts, svefnleysis og mikillar þreytu.

Illt í bakinu
Ef þú ert að fá illt í bakið án þess að hafa stundað einhverja líkamsrækt, lyfta þungu eða ferð á blæðingar (ef þú ert kona). Þá getur það verið D-vítamínskortur.

Þú finnur til í beinunum
Manstu tilfinninguna þegar þú varst barn og fékkst vaxtarverki? Eymsli alveg inn að beini! Þetta er tilfinningin ef þig skortir vítamínið því D-vítamín leikur stórt hlutverk fyrir kroppinn er það sækir kalsíum úr þörmunum og sendir rétt magn út í líkamann sem heldur beinunum í lagi.

Sár sem ekki vill gróa
Ef þú ert með sár sem tekur óvenjulangan tíma til að gróa eru líkur á D-vítamínskorti, því rannsóknir hafa sýnt fram á að sár grói betur ef þetta vítamín er í lagi.

Hármissir
Er hárburstinn þinn fullur af hárum er þú greiðir þér? Þar geta legið margar ástæður að baki og ein af þeim er skortur á D-vítamíni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að konur sem innihalda lægra magn af járni og D-vítamíni í blóðinu eiga það til að missa meira af hárinu.

Sveiflastu upp og niður í skapinu?
Ef þú ert rokkandi upp og niður í skapinu getur það verið skortur á vítamíninu. Það eru tengsl á milli þunglyndis og D-vítamínskorts. Svo ef þú ert með skammdegisþunglyndi, getur það ekki bara verið skortur á dagsljósi heldur líka vítamíninu.

Máttleysi
Vöðvarnir virka þungir og þreyttir og þú færð þreytu í lærin og neðst við hrygginn – og það getur reynst þér erfitt að lyfta bara upp höndunum. D-vítamín er mikilvægt til að sjá til þess að vöðvarnir okkar virki eins og þeir eiga að sér að gera.

Minnisleysi
Áttu það til að gleyma ótrúlegustu hlutum? Það hefur eflaust eitthvað með annríki að gera en getur líka tengst D-vítamínskorti.

Höfuðverkur
Ertu með stanslausan höfuðverk? Þá erum við ekki að tala um mígreni heldur tilfinningu eins og það liggi eitthvað þungt yfir höfðinu. Finnskar rannsóknir hafa sýnt fram á að krónískur höfuðverkur er einna verstur yfir vetrarmánuðina og þeir sem tóku þátt í rannsókninni voru oftast mjög lágir í D-vítamíni.

Fiskur er ríkur af D-vítamínum og því bráðhollur fyrir okkur.
Fiskur er ríkur af D-vítamínum og því bráðhollur fyrir okkur. mbl.is/iForm
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert