Stúlka hætt komin eftir vinsælan barnadrykk

Hér sést drykkurinn og röntgenmyndin af stúlkuni sem er mjög …
Hér sést drykkurinn og röntgenmyndin af stúlkuni sem er mjög skrautleg að sjá.
Alls kyns drykkir ætlaðir börnum eru framleiddir víða um heim og oft er ekki allt sem sýnist. Í þessu tilfelli var um að ræða vinsælan drykk sem sem inniheldur litlar kúlur sem börnin drekka. Hljómar undarlega ekki satt?
Drykkurinn heitir Bubble Tea - eða kúlute og inniheldur tugi lítilla kúla sem gerð eru úr tapioka hylkjum sem eiga að leysast upp í meltingarveginum. Stúlka nokkur í Kína kvartaði sáran undan magaverkjum uns foreldrar hennar fóru með hana á sjúkrahús. Læknarnir voru engu nær um hvað amaði að henni en röntgenmyndir sýndu hundruð bletta í meltingarkerfi hennar sem litu allt annað en eðlilega út. 
Þegar stúlkan var yfirheyrð nánar um mataræði sitt sagðist hún hafa drukkið drykkinn vinsæla nokkrum dögum áður. Þegar frekar var gengið á hana kom í ljós að drykkirnir voru umtalsvert fleiri og voru hylkin ekki að ná að leysast upp. 
Læknar bentu á að þessi tilteknu hylki væru gerð úr sterkju og ættu því erfitt með að leysast upp. 
Stúlkunni varð ekki meint af en er steinhætt að drekka kúlute.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert