Vörur með alvörubragði

Hummus með íslenskri papriku.
Hummus með íslenskri papriku.

Hvað verður um paprikurnar sem komast ekki í búðir? Þessar sem einhverra hluta vegna þóttu ekki uppfylla útlistkröfur. Það þarf enginn að örvænta því Sölufélag garðyrkjumanna mismunar engum og nýtir nú paprikur og sveppi – sem ekki uppfylla útlitskröfur í verslanir, til að búa til úrvalshummus og smurost. Það sem sætir tíðindum er að einungis grænmetið er notað til að bragðbæta vöruna og því er varan án allra auka bragðefna eins og oft tíðkast.

Hummusinn er framleiddur með papriku, smurosturinn með papriku og sveppum hins vegar. Að sögn Kristínar Lindu Sveinsdóttur, markaðsstjóra Sölufélags garðyrkjumanna, er verið að fullnýta uppskeru frá bændum eins vel og kostur er og koma um leið í veg fyrir matarsóun. Paprikan er skorin niður og soðin í sértækum pokum í eigin safa. Henni sé síðan hellt saman við á lokastigum framleiðslunnar. Sama aðferð sé notuðu fyrir sveppina. „Þetta er eini smurosturinn og hummusinn sem seldur er hér á landi sem inniheldur ferskt grænmeti með þessum hætti,“ segir Kristín Linda. „Hummusinn er jafnframt framleiddur úr lífrænt ræktuðum kjúklingabaunum þannig að við gætum ekki verið ánægðari með þessar vörur.“

Smurostur með íslenskri papriku.
Smurostur með íslenskri papriku.
Smurostur með íslenskum sveppum.
Smurostur með íslenskum sveppum.
Hummus úr lífrænt ræktuðum kjúklingabaunum.
Hummus úr lífrænt ræktuðum kjúklingabaunum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert