Kynna nýtt afbrigði af jarðarberjum

mbl.is/Driscoll

Það gefur augaleið að hefðbundin jarðarber passa engan vegin með rósavíni - ekki satt? Af þvi tilefni hefur ávaxtaframleiðandinn Driscoll eytt nokkrum árum í að þróa nýtt afbrigði af jarðarberjum sem eru ljósari og bragðast töluvert öðruvísi en hefðbundin jarðarber. 

Eru berin sögð minna á ferskjur og segja þeir sem til þekkja að þetta sé klárlega það sem vantaði til að drykkja á rósavíni yrði enn betri en áhugavert er að rósavín er öllu vinsælli drykkur í Bandaríkjunum en hér á landi.

Einungis er um takmarkað magn að ræða en berin rjúka út og því ólíklegt að við fáum sendingu hingað til lands. 

mbl.is/Driscoll
mbl.is