Svona færðu spa-stemningu í sturtuna

Spa-stemning heima fyrir er rétt handan við hornið.
Spa-stemning heima fyrir er rétt handan við hornið. mbl.is/juicing-for-health.com

Það væri alveg dásamlegt að komast í spa einu sinni til tvisvar í viku – hvað þá daglega! Það jafnast ekkert á við góða slökun eftir langan vinnudag og þá er við hæfi að gera vel við sig.

Ef þú vilt komast eins nálægt því og þú getur að búa til spa-stemningu heima fyrir erum við með hugmynd sem kostar ekki mikið og er frekar einföld í framkvæmd.

Vertu þér út um 2-3 greinar af eucalyptus og hengdu þær í „þurra“ hornið í sturtunni. Þegar þú ferð í sturtu mun rakinn kalla fram ilminn af eucayptus-greinunum sem róar taugarnar og dregur þig með hugarheiminn á tyrkneska baðstofu.

Eina sem til þarf eru nokkrar eucalyptus-greinar og band til …
Eina sem til þarf eru nokkrar eucalyptus-greinar og band til að hengja þær upp í sturtunni. mbl.is/domino.com
mbl.is