Daðraði við Gordon Ramsay

Gordon Ramsay kveðst hvorki grannur, fágaður né kynþokkafullur.
Gordon Ramsay kveðst hvorki grannur, fágaður né kynþokkafullur.

Það er alltaf stuð á öldum ljósvakans, ekki síst þegar verið er að keppa í matreiðslu og einn dómaranna er enginn annar en Gordon Ramsay. En virka óhefðbundnar aðferðir á meistarann eins og til dæmis daður?

Í fyrsta þætti Master Chef sem frumsýndur var á dögunum áttu keppendur að elda rétt sem væri innblásinn af Ramsay. 

Deanna Colon reiddi fram hörpuskel með fennelsalati og mörðum kartöflum með rósmaríni. Þegar Deanna kynnti réttinn spurði Ramsay hvar í ósköpunum hann væri á diskinum. 

Hún var snögg til og svaraði því til að sig hefði langað til að gera eitthvað grennandi, fágað og kynþokkafullt. 

Ramsay var snöggur til og svaraði strax undrandi að hann væri hvorki grannur, fágaður né kynþokkafullur. Hins vegar væri hann nógu gamall til að vera afi hennar. 

Engum sögum fer af því hvernig Deönnu gekk með réttinn (reyndar vitum við það en viljum ekki kjafta frá) en ljóst er að Ramsay er snöggur að svara fyrir sig og lætur ekki glepjast þótt hann sé gullhömrum sleginn. 

mbl.is