Grillkóngurinn grillar með gulli

Alfreð Fannar eða Alli-Tralli eins og hann er oft kallaður.
Alfreð Fannar eða Alli-Tralli eins og hann er oft kallaður. Eggert Jóhannesson

Hann er einn öflugasti grillari landsins og hálf þjóðin fylgir honum andaktug í hvert skipti sem hann mundar grilltöngina því fáir hafa jafnmikla lagni á grillinu eins og Grindvíkingurinn síkáti Alfreð Fannar Björnsson – betur þekktur sem BBQ kóngurinn á Instagram.

Við fengum Alla til að grilla fyrir okkur og fyrir valinu varð hin goðsagnakennda Tomahawk-steik sem þykir algjört sælgæti.

Tomahawk steik Alla-Tralla

 1. Steikin tekin út klukkutíma fyrir grillun.
 2. Rétt áður er sett olía á hana og kryddað með salti, pipar og hvítlauk.
 3. Grillið hitað upp í 120 gráður og steikin sett á óbeinan hita.
 4. Leyfið steikinni að hitna hægt og rólega upp í 50 gráður. Takið þá steikina af og kyndið grillið í botn eða upp í 300 gráður.
 5. Þá er steikin brúnuð vel í mínútu á hvorri hlið til að hún fái fallegar grillrendur.
 6. Með þessu eru bornar fram mini hasselback-kartöflur sem voru toppaðar með salti og timjan.
 7. Einnig var boðið upp á heimagerða chimichurri-sósu sem Alla finnst ómissandi með nautakjöti auk smjörsteiktra sveppa og strengjabauna. Að lokum var beinið gullhúðað með 24 karata matargulli – en ekki hvað.

Grillráð Alla-Tralla:

 • Hafa grillið hreint. Alltaf. Gott er að hita grillið og bursta grindina áður en byrjað er að grilla og svo á eftir.
 • Nota kjöthita/kjarnhitamæli því það er kjarnhitinn sem segir til um hvort kjötið er til, ekki tíminn.
 • Leyfið kjötinu að hvíla eftir grillun.
 • Það má grilla allan mat – allt árið. Grill fer ekki í matgreinarálit og það má grilla kökur, vöfflur eða poppa popp.
 • Allt kjöt sem er í þykkari kantinum er gott að taka úr kæli nokkru áður en það er grillað svo að grillunin verði jafnari.
24 karata gullhúð á beinið.
24 karata gullhúð á beinið. Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »